Graftabólur fyrir ofan typpið

Ég er með 2 stórar graftabolur sem eru mjög aumar á svæðin fyrir ofan typpið þar sem að maður fær allt hárið hvað á ég að gera

 

Sæll.

 

Að svo stöddu skaltu meðhöndla þær eins og venjulegar graftarbólur en það er ekki óeðlilegt að fá einstaka sinnum bólur á kynfærasvæðið þar sem mikið er um kirtla.  Þú getur tæmt úr bólunum þegar það er hægt,sótthreinsa með spritti og halda svæðinu eins hreinu og kostur er. Fylgstu með á eftir að ekki hlaupi frekari sýking í svæðið með roða og hita. Ef svo fer skaltu leita til læknis.  Það er alltaf aukin hætta á að sýking komi í hársekki þegar verið að raka hár af kynfærasvæði og þá á alltaf að nota hreina rakvél og ekki frá öðrum.

Gangi þér vel