Glúteinóþol

Hvert fer ég til að greina glúteinóþol?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú getur fengið aðstoð hjá heimilislækni og meltingarsérfræðingi. Ef þig grunar óþol þá er um að gera að taka allt glútein úr matnum í 2 vikur. Það getur verið flókið því glútein er víða og þú þarft að lesa vel allar innihaldslýsingar á matvælum. Ef þú finnur mun á líðan þá ertu komin með rökstuddan grun. Ef þú versnar aftur við að fá þér glútein styrkist grunurinn enn frekar. Meðferð við glúteinóþoli er einmitt að forðast óþolsvaldinn og þeir sem greinast fá gjarnan viðtal við næringarfræðing til þess að aðstoða sig við val á mat. Ég set hér tengil á grein um glúteinóþol sem hefur áður birst á doktor.is.

Gangi þér vel