Gleymska

Ég get ekki með nokkru móti munað suma hluti frá því ég var 14 til 17 ára.
Er 58 ára i dag.
Er eithvað til ráða

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það að muna ekki ákveðin tímabil í lífi sínu getur merkt að viðkomandi hafi orðið fyrir áfalli og sem varnarviðbragð loki heilinn á minningarnar.

Mögulega myndi gagnast þér að ræða við sálfræðing til þess að fá aðstoð með þetta.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur