Gikt!

Góðan daginn
Þegar gikt hefur verið til staðar í áraraðir, misslæm, er líklegt að sykursterar (t.d. kortisol) gætu komið að gagni við að lina verki?
Spyrjandi aldrey notað nein giktarlyf, aðeins notað hreyfingu og lóðalyftinga en nú er giktin orðin það slæm, að öll hreyfing er mjög takmörkuð og sár.
Kveðja – giktarpési.

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Barksterar eða sykursterar eru notaðir í meðferð gigtarsjúklinga, fyrst og fremst vegna bólgueyðandi áhrifa þeirra. Sterar hafa hins vegar ýmsar aukaverkanir og mörg bólgueyðandi lyf án stera eru til sem hafa vægari aukaverkun og þess vegna  alltaf fyrsta val.

Meðferð við gigt er oft á tíðum flókin og alltaf einstaklingsbundin og þess vegna mikilvægt að vera í góðri samvinnu læknis.

Ráðfærðu þig við lækni, það er mikilvægur hluti af meðferð við gigt að viðhalda hreyfingu svo það er brýnt að þú getir haldið því áfram í einhverju formi með lágmarks vanlíðan.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur