Gigtarlyf

Daginn.
Hafa öll gigtarlyf slakandi áhrif eða eru þau mismunandi ? Þetta er vandamál hjá mér þar sem ég tek gigtarlyf að morgni og kveldi, veldur sleni megnið af degi. Einhver ráð við þessu ? Takk takk.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Lyf hafa öll mismunandi áhrif og aukaverkanir, langbest væri að skoða í lyfjaskrá hvort að slen sé þekkt aukaverkun af þessu sérstaka lyfi sem þú ert að taka. Sum lyf henta líka bara ekki öllumog hafa oft samverkandi áhrif með örðum lyfjum sem verið er að taka, því ber að skoða vel þau einkenni sem koma fram eftir að inntaka hefst. Ræddu þetta við heimilislækninn þinn og kannski er  eitthvað annað lyf sem gæti hentað þér betur. Læt fylgja með smá upplýsingar um gigtarlyf og aukaverkanir þeirra.

Gangi þér/ykkur vel.

https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/lyf/ny-og-gomul-gigtarlyf-ahaetta-og-avinningur-bolgudempandi-lyfjamedferdar

https://www.webmd.com/drug-medication/medications-fatigue-and-sleepiness#2

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.