Getur pillan valdið kyndeyfð?

Spurning: Sæll.

Getur verið að pillan dragi úr löngun til kynlífs? Ég og unnusti minn erum í frábæru sambandi en lifum ekki nógu miklu kynlífi og er það út af áhugaleysi hjá mér. Við vorum að hugsa um hvort þetta gæti stafað af pillunni, því þegar það eru blæðingar hjá mér þá hef ég löngun en ekki þess á milli. Ég vona að þú getir hjálpað mér því þetta bitnar mikið á sambandinu.

Kveðja.

Svar:Sæl.

Þó margar aðrar ástæður gætu verið fyrir þessu, þá gæti þetta verið nærtækasta skýringin. Ég mæli með að þú prófir að skipta um pillu, en til vara ef það virkar eins að vera án pillu einn mánuð, og sjá hvort þú verðir eins og þú telur að þú eigir að vera. En passiði ykkur þá vel að ekki verði þungun, þannig að þið útvegið ykkur aðrar getnaðarvarnir á meðan.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr. med.