get eg fengið hjalp utaf kærasta minum :(

hæhæ eg veit ekki hvað eg á að gera sambandi við kærasta minn hann sefur bara allan daginn af ser þannig við getum ekkert gert orðið af viti 🙁 hvað gæti verið að honum finnst þetta ekkert eðlilegt td i gær svaf hann fra 3 að nottu til 6 um kvoldið og varð orðinn þreyttur strax kl 12 aftur veit ekki hvað eg á að gera þetta er bara ekkert að ganga upp ibuðinn þrifur sig ekkert sjalf og eg get það ekki ein og verslað og allt þannig getiði hjalpað mer ? 🙁 kv ein i vanda

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg ykkur að leita til heimilislæknis og bera þetta undir hann. Það þarf eflaust að útiloka  járn-,blóð-, skjalkirtilshormóna-,B vítamínskort og fleira með blóðprufu. Eins getur verið að hann þjáist af kæfisvefn og fái þá ekki þá hvíld sem hann ætti þegar hann sefur. Annars er best að hafa sem mesta reglu á svefni,ekki leggja sig á daginn,fara að sofa fyrir miðnætti til að ná 7-8 tíma svefni og stunda reglubundna líkamsþjálfun en það eykur gæði svefnsins.

 

Gangi ykkur vel.