Geðheilbrigði ?

Barn segist heyra rödd sem segir því að hegða sér illa, barnið er niðurbrotið eftir slæma hegðun þess og segist ekki vilja vera svona. Þetta hefur verið i nokkur ár. Barnið á erfitt með að mynda félagsleg tengs við bekkjarfélaga og er frekar einangrað félagslega, hvað getur verið í gangi? Er það þekkt barn eigi vin sem er öðrum ósýnilegur og það gangi yfir í mörg ár? Hvað er til ráða?
KV.
Ein áhyggjufull.

 

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Það er þekkt að börn geta átt ósýnilega vini, en það er oftar meðal yngri barna en eldri. Erfitt er að meta hvað er til ráða miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, en ef barninu líður illa og sýnir hegðun sem veldur þér áhyggjum þá ráðlegg ég þér að fara með barnið til barnasálfræðings sem getur hjálpað með að greina vandann og finna lausnir.

Gangi ykkur vel