Gat í geirvörtu

Hæhæ, getið þið sagt mér hvort það sé í lagi að fara í götun, til dæmis að fá sér gat í geirvörtuna eftir brjóstaminnkun þegar það eru 3 vikur liðnar þannig skurðsárin alveg orðin fín.

Kær kveðja.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég myndi ráðfæra mig við lækninn sem gerði aðgerðina varðandi það hvað langur tími  má líða frá aðgerð með allt sem getur valdið sýkingu eða á annan hátt haft áhrif á útkomuna

Gangi þér vel