Gallsblaðra, Gallsteinar??

Mig langar að forvitnast. Nú hef ég verið með svæsna verki sem eru undir brjósti leiða út í bak og niður síðuna. Verkirnir koma í svokölluðum verkjaköstum, stundum eftir að ég hef borðað og stundum bara upp úr þurru. Hef fengið svo margar kenningar um hvað þetta getur verið og flestir tengja þetta við Gallsteina. Ég hef farið í nánast allar rannsóknir, fór í sónar, einhvers konar röntgen, segulómun og sneiðmyndatöku. Og ekkert finnst. Hvað í ósköpunum getur þetta þá verið ef þetta eru ekki gallsteinar?

 

Takk fyrir fyrirspurnina.

Þessi einkenni sem þú ert að lýsa hljóma mjög týpísk fyrir gallsteina.

Ef það er alveg búið að útiloka það, þá er spurning hvort að þetta gæti verið slæmt bakflæði eða einhverskonar óþol/ofnæmi? Líklega er best að fá nánari skoðun hjá lækni til að finna hvað veldur þessum einkennum.

Gangi þér vel