Fullnæing, Sáðlát

Hvað veldur því að 75 ára karl er hættur að fá fullnæingu við samfarir ?

Getur blöðruhálskyrtill haft þar áhrif ?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Helstu aldurstengdu breytingarnar sem eiga sér stað hjá körlum og hafa áhrif á kynlífið eru minnkað magn hormónsins testosteróns, minnkandi framleiðsla sáðfrumna, lélegra sæði, minni kraftur á sáðfallinu og blöðruhálskirtillinn stækkar. Ég ráðlegg þér að fara til læknis og fá skoðun á blöðruhálskirtlinum og eins er hægt að mæla hormónið testosterón með blóðprufu. Niðurstöður úr þessum skoðunum gætu útskýrt hvað er að valda þér vandræðum og meðferðin ræðst af því hvert vandamálið er.

Gangi þér vel