Frumubreytingar í fæðingarbletti?

Daginn.

Núna nýlega lét ég fjarlægja 2 fæðingarbletti og í öðrum þeirra voru frumubreytingar. Mín spurning er: þegar greinast frumubreytingar þarf ekki að rannsaka neitt nánar? Er alveg víst að þetta hafi bara verið í blettinum og búið?

Ég fór í blettatökuna hjá heimilislækni.

Kv

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar bletturinn er fjarlægður gætir læknirinn að því að skurðbarmarnir séu alveg hreinir og venjulega er ekki  þörf á frekari rannsóknum en þú þarft að fylgjast vel með þeim fæðingarblettum sem eftir eru  og  gæta vel að því að verja þig  gegn útfjólubláum geislum sólar með því að hylja húðina, nota sólvörn og forðast ljósalampa. Ef þú ert í vafa eða með frekari spurningar hvet ég þig til þess að ræða við lækninn sem fjarlægði blettinn.

Gangi þér vel