Freskt grænmeti og frosið

Er ekki neinn næringarmunur á fersku grænmeti og frosnu – frosnu grænmeti sagt er á umbúðum að sé hæft til matar í heilt ár frá kaupum?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Oft á tíðum er talað um frosnir ávextir séu jafnvel næringarríkari því þeir eru týndir þegar næringargildið þeirra er sem mest og þeir settir strax í frost. Á meðan fersku ávextirnir eru týndir áður en þeir ná mestu næringargildi til þess að varan sé ekki skemmd þegar hún kemst loks til neytenda. Ef það er rétt sem framleiðendurnir fullyrða þá eru frosnir ávextir alls ekki síðri kostur en þeir fersku, en spurningin er síðan hvaða næringarefni og vitamin týnast í frostinu. Þetta er tvíbent en það sem skiptir mestu máli er að neyta grænmetis á hverjum degi hvort heldur sem það er frosið eða ferskt.

Með kveðju,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur