fráhvarfseinkenni vegna bjór

fráhvarfseinni vegna  bjór

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Fráhvarfseinkenni vegna bjórdrykkju eru þau sömu og af öðru áfengi. Hversu alvarleg fráhvarfseinkennin verða fer svo eftir því hversu mikið áfengi er drukkið að staðaldri, í hve langan tíma drykkjan hefur staðið og svo öðrum þáttum eins og hæð, þyngd og kyn einstaklingsins ásamt genatengdum þáttum.

Algeng minna alvarleg fráhvarfseinkenni eru kvíði, óeirð, þunglyndi, þreyta, skjálfti, höfuðverkur, sviti, ógleði og/eða uppköst, lystarleysi, svefnleysi, hraður hjartsláttur o.fl.

Alvarleg fráhvarfseinkenni eru m.a. hiti, óráð, krampar, ofskynjanir, hraður hjartsláttur og hár blóðþrýstingur. Athuga skal að þetta getur verið lífshættulegt ástand og þarfnast meðhöndlunar strax.

Kveðja,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur