fræðsla

kvað er tak og af kverju kémur það ?
með tak þá meina ég að það er eins og einkver hafi boltað saman á mér bringunna og bakið beint firir aftað,þetta er skelvilega sárt og getur enst í 2-3 daga,
með firirfram þökk.
Helgi

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þú ert að fá endurtekna takverki skaltu leita til þíns heimilislæknis og fá skoðun.  Takverkur getur annars fylgt lungnasýkingum eða öðru meini í lungum. Millirifjagigt getur komið fram sem takverkur en millirifjagigt er oftast vegna festumeina í  vöðvum milli rifja eða annarra bólgna í brjóstkassa.

Gangi þér vel.