Fósturmissi

Góðan daginn ég missti fóstur fyrir ekki svo löngu síðan, fór svo og ætlaði að fá lykkjuna og kemur í ljós að það var enn eitthvað eftir í leginu. Fékk primolut N sem ég á að taka í einhverjar 2 vikur. Það sem ég var að velta fyrir mér er hvort það sé mikill séns á að ég gæti orðið ólétt og hvort að ef óléttupróf kæmi jákvætt er þá að marka það ? Eða kæmi það alltaf jákvætt þar sem ég er á hormóna töflum og með eitthvað eftir í legi ??
Með fyrir fram þökk

 

Sæl,

Til að vera alveg viss þá er öruggast að ráðleggja notkun getnaðarvarna á meðan þú ert að taka lyfið. Með útkomuna varðandi þungunarprófið þá er best að ræða það við lækninn þinn.

 

Gangi þér vel