Forhúð

Góðan daginn!

Þannig er má með vexti að ég var að stunda kynlíf og hef farið eh vitlaust að þannig forhúðin sem er föst við kónginn rifnaði örlítið og blæddi í smá stund . Það hefur ekkert blætt síðan en það er smá sársauki þegar ég dreg húðina niður. Og þetta gerðist fyrir 2 vikum. Hvað er til ráða?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta ætti að gróa og jafna sig að sjálfu sér, gefðu þessu smá frið til þess.  Ef verkurinn versnar,kemur vaxandi roði, hiti, bólga eða annað  sem gæti verið einkenni um sýkingu skaltu leita læknis.