Forhúð

Hæ ég er 16 ára strákur.  Ég hef miklar áhyggjur af forhúðinni minni.  Ég er búin að skoða hana og það lítur út eins og að forhúðin sé föst við kónginn (lítur út eins og þunn lína sem tengir bæði)… og ég hef ekki getað dregið forhúðina niður.  Ég hef miklar áhyggjur af þessu og ég veit ekki hvað ég á að gera… geturðu hjálpað mér?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er alveg eðlilegt að forhúðin sé föst við kónginn. Það teygjist venjulega á þessu með tímanum en ef þetta veldur þér verkjum eða vandræðum getur þú rætt þetta við heimilislækni

Ég set með tengil á grein um þrönga forhúð sem getur mögulega komið þér að gagni