Fór ekki á blæðingar

Hæ hæ

Ég og kærastinn minn erum að reyna að verða ólétt og erum búin að vera að því í 8 mánuði.

Ég er með app sem segjir nákvæmlega þegar ég á að byrja á blæðingum. Ég átti að byrja 14 mái síðastliðin en ekkert hefur komið, sem sagt eru 3 vikur síðan. Ég tók 2 óléttupróf ca 19 og 23 maí og bæði neikvæð. Mér finnst líklegt að ég byrji ekki á blæðingum fyrr en næst þegar ég á að byrja.

Þetta hefur einu sinni komið fyrir áður en það var stuttu eftir að ég hætti að taka hormónur (pilluna) og ég hélt það væri þess vegna.

Hvað gæti verið að? Ég er smá stressuð að ég geti bara ekki orðið ólétt af því ég bara allt í einu fæ ekki blæðingar.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Að svo stöddu skaltu ekki draga of miklar ályktanir um frjósemi þó óregla sé á blæðingum. Það geta liðið allt að þremur vikum frá getnaði þar til það kemur fram á óléttuprófi.  Best er að leita til þíns heimilislæknis eða kvensjúkdómalæknis ef það fer að dragast að verða ófrísk en hann getur sent ykkur áfram í frjósemispróf. Annars er ekki óalgengt að það geta tekið nokkurn tíma að verð óléttur eftir að hætt er að nota pilluna.

 

Gangi ykkur vel