Flughræðsla

Sæl/l  ég  er á leiðinni í flug eftir 2 vikur en vandamálið er að ég er mjög flughræddur og varla þoli tilhugsunina um að fara í flug
hvað er til ráða ?
eru ekki einhver róandi lyf sem þið mælið með þannig að maður verður mjög slakur en ekki sljór og finnur sig vel í vélinni 🙂

og eitt í viðbót er hægt að fá uppáskrifað hjá lækni lyf semsagt róandi lyf vegna kvíða ?

með fyrir fram þökk

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru til lyf sem hægt er að fá hjá lækni við kvíða og hræðslu. Þú þarft að hitta lækninn og fá skoðun og mat áður en lyf eru gefin. Eins vil ég benda þér á flughræðslunámskeið sem hægt er að lesa sér nánar til um hér á doktor.is og hér

Gangi þér vel