flogaveiki

ég er búin að vera flogaveik lengi eða síðan að ég var 7 eða 8 ára er nokkrum tugum eldri núna, allan þennan tíma ef ég fengið flog á öllum tímum, núna undanfarin ár aðallega störuflog en nú er ég farin að detta mjög oft og virðist þá ekki geta borið hendurnar fyrir mig, er hægt að tangja þetta við flogaveikina

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi einkenni geta vissulega tengst flogum og afleiðingum þess að vera með flogaveiki.

Ég ráðlegg þér eindregið að heyra í lækninum þínum og fá skoðun og mat þessu.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur