Fjölvítamín á meðgöngu

Hæ ég er að velta fyrir mér hvort það sé í lagi að taka Fjölvítamínið EVE frá Now á byrjun meðgöngu? Það er nefnilega 5,000 iu af A vitamíni (stendur 100% as Beta-Carotene) (Betatene) og hef heyrt að A vítamín sé slæmt á meðgöngu. Þetta fjölvítamín er með 800 mcg folate, ég held það sé náttúrulegt folate sem á að vera betra en fólinsýran, eða hvað? semsagt má ég taka þetta til að byrja með eða á ég að finna einhvað annað?  🙂

 

kv ein sem vill fá þetta á hreint.

 

Sæl og til hamingju með þungunina

Almennt er óþarfi  að taka inn önnur vítamín en fólínsýru á meðgöngu ef þú borðar almennt hollan mat. Gullna reglan á meðgöngu er sú að taka alls ekki inn meira en ráðlagðir dagskammtar segja til um.  Kannanir á mataræði benda þó til þess að okkur vanti D-vítamín í fæðuna og þess vegna gæti verið ráðlegt að skoða  það að taka inn aukalega D-vítamín.

Hættan er á að þú fáir of mikið af einhverjum vítamínum eða steinefnum í þessu vítamíni því það inniheldur sum efnin í stórum skömmtum og það verður alltaf að gera ráð fyrir að þú fáir eitthvað  úr fæðunni og getur þannig verið að fá of mikið.

Endilega ráðfærðu þig betur við ljósmóður um það hvað sé ráðlegt fyrir þig og fóstrið í þessum efnum.

Gangi þér vel.