fjörfiskur ì vinstri upphandlegg

Góðan dag,
Ég sá fyrirspurn um fjörfisk ì auga og svarið frá Jóhannesi Kára um að leita til læknis ef væri vart við fjörfisk ì upphandlegg og fleiri stöðum í líkamanum.
Ég er búin að vera með mikin fjörfisk í vinstri upphandlegg núna ì viku og finnst mér það vera að aukast dag frá degi.
Hvað getur þetta verið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Fjörfiskur er yfirleitt kenndur við ósjálfráða vöðvakippi í kringum augu. Ef þú ert með ósjálfráða vöðvasamdrætti annars staðar í líkamanum sem fara vaxandi mæli ég með því að þú leitir til læknis og fáir skoðun og mat á því hvað geti verið að orsaka þetta.

Gangi þér vel