Fitusog

Hæhæ
Ég er með nokkrar spurningar varðandi liposuction. Er hægt að fara í liposcution fyrir handleggi hér á Íslandi?
2. Ef svo, þá hvað kostar slík meðferð?
3. Hvað þarf að bíða lengi eftir að komast í meðferð?
4. Hvað tekur slík meðferð langan tíma?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Lýtalæknar eru að framkvæma slíkar aðgerðir hér á Íslandi

Nánari upplýsingar um meðferð og verð færðu hjá þeim. Ef þú leitar á google undir „lýtalæknar“ færðu upp nokkrar síður þar sem hægt er að lesa sér nánar til og þá mögulega hafa samband til þess að fá nánari upplýsingar og verðhugmyndir.

Gangi þér vel