Fitukýli eða æxli.

Góðan dag,

Ég er með fituæxli á bakinu sem fór að grafa í. Ég fékk penisillín ásamt upplýsingum um að annað hvort muni það hjaðna eða opnast.

Kýlið opnaðist daginn eftir.

Ég held áfram að taka pensillinið.

En þarf ekki að hreinsa útúr kýlinu?

Eða lagast það af sjálfu sér með tímanum?

Bestu kveðjur

Sæll/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ef kýlið er búið að opna sig þá hreinsast gröfturinn út og um leið sjá sýklalyfin um að drepa bakteríurnar sem eru að mynda gröftinn og valda sýkingunni og þannig ætti þetta að lagast án frekari inngripa.

Ef þú ert ekki orðin mun betri eftir 2-3 daga á sýklalyfjunum og að fullu góð þegar lyfjakúrnum lýkur eða þetta tekur sig aftur upp, verður rautt, þrútið, aumt og heitt viðkomu skaltu heyra aftur í lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur