Fiskóþól og gigt,- nikkelóþol í fæðu

Hæ, hæ. Ég hef farið til ofnæmislæknis sem finnur aldrei neitt ofnæmi. Ég borða fisk, 1-2 í viku, þorsk og ýsu en ekki mikið í einu, því mér finnst eins og mig hálfklæji og verður smá íllt í maganum. Eins er með lýsi og Dvítamín. Núna keypti ég polarólíu eftir ráðlegingum frá lækni, en á degi tvö kom þessi meðalslæmur höfuðverkur. Er með gigt og vantar upp á Dvitamín búskapin miðað við mælingar. Tek Dvítamín töflur sem ekki eru úr fiski og virðast í lagi en þær innihalda ekkert Omega3 Annars virðist eiga við öll vítamín. Þoli þau i nokkurskipti og svo hausverkur. Ég tek aldrei fjölvítamín þá fæ ég sko alvöruhausverk sem og appelsínusafa..Svo stakk magalæknir upp á að ég væri með nikkelóþol(er líka með bakflæði og magabólgur. og staðfest mjólkuróþol) og ég skyldi sleppa öllu korni. En allt sem virðist hollt inniheldur mesta nikkelið…Alment séð er ég að borða nokkuð hollt,(bara ekki holt fyrir mig) hef aukakiló sem reyndar eru að fara af mér út af maganum. Er alltaf að fá ráðleggingar hvað ég á að gera en get ekki farið eftir þeim. Stundum finnst mér að læknum finnist ég vera að afsaka mig þessu. Mikið væri gott að vita hvers vegna en helst hvað á ég að borða? Getið þið eitthvað hjálpað? p.s. ofnæmislæknirinn tékkaði líka á trjám en það var í lagi. samt finn ég hve óþægilegt er að vera þar sem er verið að smíða, finna lyktina þó hún sé góð og nýlega byrjaði mér að klæja við það eitt að lagt var parkett (plasthúðað, já ég veit að það er kjánalegt, ) á eitt herbergi.
Takk fyrir.
Vandræðagemlingur.

Sæl

Það er rétt að ofnæmi og bólgur í meltingarvegi geta verið mjög erfið viðureignar, ekki bara að finna út hvað maður má og má ekki heldur er frásogið  í meltingarveginum eða upptaka næringarefnanna líka skert vegna bólgu. Það getur svo orðið til þess að þau efni sem þau þarft valda „fölskum“ einkennum bara vegna bólgunnar sem fyrir er.

Það sem þú þarft að gera og ert greinilega að reyna er að þreifa þig áfram með það sem þú þolir og þolir ekki. Þú þarft að prufa bara eitt í einu og prufa það í viku-10 daga en hættir að sjálfsögðu fyrr ef þú ert alveg ómöguleg. Stundum þarf maður nefnilega að „yfirvinna“ einkennin eða gefa kroppinum smá tækifæri til að aðlagast.

Margir með fjölþætt næringarvandamál hafa leitað til hómópata og grasalækna með góðum árangri.

Gangi þér vel