Finasterid

Hvert myndi maður fara til að fá lyfjaseðil fyrir Finasterid fyrir hárlos.

Getur maður farið á læknavakt?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú þarft að tala við heilsugæslulækni vegna lyfja sem eru lyfseðilskyld.

Læknavakt er hugsuð fyrir bráð erindi sem ekki þola bið og því myndi þetta ekki flokkast þar undir.

Pantaðu tíma á þeirri heilsugæslustöð sem þú ert skráð/skráður á og þá færðu viðeigandi aðstoð og meðferð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur