fikniefnaprof

Sonur minn neytti kanabis a timabili fyrir 2 arum og eg sannaði það með profi ur apokeki …eftir það var hann profaður reglulega og alltaf ok fyrir utan einusinni ,mjög skyrar niðurstöður….nu reykti hann fyrir nokkru siðan og enn var það sannað með testi og billinn i kjölfarið tekinn af honum viku seinna kom neikvætt prof og fekk hann þa bilinn aftur …3 dögum seinna var hann trekinn af löggunni og það prof kom jakvætt ut 🙁 sama dag tok eg prof sem kom neikvætt ut ! þa fekk eg prof hja löggunni sem kom jakvætt ut samt frekar oskyrt ….eg let hann taka 2 i viðbot annað fyrir öllu hitt bara fyrir kanabis …þau komu bæði Mjög skyrt neikvætt ut ….Nu er spurningin hversu örugg eru profin ur apotekinu __ ?er ekki hægt að treysta þeim niðurstöðum ? mer finnst það mjög miður ef það er ekki mer finnst þettað svo mikið öryggisatriði …..nu biðum við bara eftir niðurstöðum ur bloðrannsokn sem tekur töluverðan tima .

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Fíkniefnapróf sem hægt er að kaupa í apóteki er einföld leið til að greina lyfjamisnotkun. Þau eru bæði fljótlegt og yfirleitt áreiðanleg.  Virka efnið THC úr kannabisplöntunni hleðst upp í fitufrumum líkamans og er því lengur að fara úr líkamanum er önnur fíkniefni, allt upp í 90 daga en það fer eftir næmni prófsins hversu lengi það greinist. Ef einstaklingur er ýmist jákvæður eða neikvæður á stuttum tíma er ekki ólíklegt að hann hafi átt við þvagið t.d. með því að þynna það.  Prófið telst ekki marktækt hjá lögreglunni nema það hafi verið horft á viðkomanda pissa. Þvagprufan er tekin til að staðfesta gruninn og í kjölfarið er tekin blóðprufa. Dauf lína telst alltaf fullgild lína. Ef vafi leikur á  að niðurstöður séu áreiðanlegar þá er hægt að senda þvagið í magnmælingu til Rannsóknarstofu Háskóla Íslands.

Gangi þér vel.