Femanest

Góðan dag.
Ég er að taka Femanest og er að velta því fyrir mér hvað ég þurfi að taka það lengi ? Get ég prufað að hætta að taka það og fynna hvað gerist ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er einstaklingsbunið hversu lengi konur eru á Femanest. Ég ráðlegg þér að ræða fyrst við þinn lækni áður en þú hættir töku. Það getur verið að hann vilji kanna hormónagildi í blóði áður en þú hættir alveg töku á lyfinu.

Gangi þér vel.