Félagsfælni

Góðan dag. Ég er með félægsfælni og er búin að reyna örugglerga öll lyf , og þau virka mjög vel fyrst og hætta svo að virka. Búin að fara í hugræna at-meðferð en ekkert virkar til langtíma, hafið þið einhver ráð kv ég.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Lyfjameðferðin þarf oft að hugsa til lengri tíma svo það er spurning hvort þú hafir hætt of snemma á lyfjunum. Auk hugrænnar atferlismeðferðar er notuð fælniþjálfun þar einstaklingurinn er  þjálfaður og efldur í þeim aðstæðum sem eru honum erfiðastar. Það er gert bæði með verklegum æfingum við aðstæður sem framkalla fælni og eins með æfingum í samtölum þar sem unnið er með ímyndunaraflið. Slökun og öndunaræfingar er gott að nota samtímis. Hópmeðferð hefur einnig verið árangursrík og hjálpar um leið að takast á við fælni innan um aðra sem eru þá líka að glíma við sama verkefni.

Hér má sjá meira ítarefni um þau meðferðarform sem helst eru notuð í dag:

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/628F63B0-C359-4561-9964-368AAF97D186/0/felagsfaelnianetid.pdf

 

Gangi þér vel.