fæðingablettur með rosalega mikið af hári á

Hæhæ mig langar til að spyrja ykkur, dóttir mín sem er að verða 4. ára er með frekar stóran fæðingablett á síðunni. Hann er alveg 2×1.5cm og það er fullt af hárum í honum og hann er óreglulegur. Ég hef pínu áhyggjur af þessu en hún kvartar samt ekkert um að henni sé illt í honum eða neitt. Á ég að pannta fyrir hana hjá húðsjúkdómalæknis eða þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu??
Kv

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Heimilislæknir á að geta aðstoðað þig við að meta það hvort ástæða sé til að taka sýni úr blettinum eða ekki.

Gangi þér vel.