Fá hjálp, félagskvíðaröskun?

Hvað þarf félagskvíðaröskunin að vera alvarleg til þess að leita sér hjálpar vegna hennar.
Ég hef lesið að ef hún er ekki mjög alvarleg á maður að pína sig að fara í óþægilegar aðstæður eins og að halda fyrirlestur eða hitta fólk, en mér finnst mér bara líða verr eftir að hafa gert það, því mér gengur alltaf svo illa með fyrirlestrana og tala oft ekkert þegar ég er jafnvel í litlum hópi fólks. Er þá ekki betra að sleppa þessu ef mér líður mun verr eftir að gera þetta?
Ég veit ekki alveg hvort ég sé með þessa röskun af því að í vinnunni minni get ég talað við flest alla venjulega og kvíði yfirleitt ekki fyrir neinu (veitingahús) en aftur á móti í skólanum reyni ég að forðast allt og á erfitt með að tala eða setjast hjá fólki.

 

Sæl/l

Takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki óalgengt að þykja óþægilegt að tala fyrir framan fólk en það er alltaf gott að vinna með reyna að æfa sig í þessum aðstæðum því þær munu alltaf koma upp í lífinu. Það er alltaf spurning um hvernig þér líður með þetta og hversu mikil áhrif þessi líðan hefur á líf þitt. Það er gott að leita sér aðstoðar ef ákveðin líðan er farin að hamla manni að einhverju leiti í daglegu lífi. Svokölluð hugræn atferlismeðferð (HAM) er talin geta hjálpað meðal annars við kvíða og öðru því tengdu. Þú getur keypt þér bækur um meðferðina og einnig eru margir sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Stundum getur kvíði verið tengdur við einhvern ákveðinn stað eða aðstæður og gott er að vinna sem fyrst með kvíðann og skoða hvað það er sem veldur kvíðanum og reyna að draga úr honum, því annars gæti hann magnast upp.

 

Gangi þér vel