Eyrnasuð

Er ekki hægt að losna við eyrnasuð? Hef haft það í
nokkur ár. Afar þreytandi til lengdar.

Vissulega er það rétt hjá þér að í flestum tilfellum um eyrasuð er lítið hægt að gera. Mikilvægt er þó að greina uppruna suðsins svo hægt sé að skoða það hvort einhver meðferð sé í boði.

Því ráðlegg ég þér eindregið að láta skoða þig hjá háls-nef- og eyrnalækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur