Eyrnabólgu ætti ég að hafa áhyggjur ?

Ég er 13 ára stelpa sem er búin að hafa mikla eyrnabólgu í tvær vikur. Læknirinn sagði að ég ætti að taka Pensilín sem var fyrir u.þ.b. viku síðan. Tveim dögum eftir að ég fékk pensilínið fór ég til útlanda. 2-3 dögum eftir að ég tók Pensilínið hjálpaði það mér en þá þegar ég vaknaði var ég með gröft sem var búin að þorna hliðin á eyranu.Sama dag ákvað ég að taka ekki húfu með mér út því það var svo heitt. Næsta dag eftir það leið mér smá verr og notaði stundum húfu en stundum ekki. Ég tók húfuna af mér þegar ég fór í tæki t.d. rússíbana. Svo um kvöldið var jafn vont og í byrjun þegar ég fékk eyrnabólgu svo ég tók Pensilín og fór að sofa. Þegar ég vaknaði leið mér smá betur. Ég hef líka verið með sársauka í kjálkanum og hálsinum og mér er illa við að koma við á það svæði. Eyrað lokast líka frekar oft og þá þarf ég að opna það sem getur verið vont og erfitt. Af hverju er þetta ekki búið að læknast er það vegna þess að ég var ekki með húfu ? Og á ég að hafa áhyggjur ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sýklalyf  þarf að taka nákvæmlega eins og læknirinn segir og gríðarlega mikilvægt er að klára allann skammtinn sem hann lætur þig hafa, annars drepur lyfið bara veikustu bakteríurnar og þær sterkari lifa af og fjölga sér og valda nýrri og jafnvel verri sýkingu.

Gröftur er í raun dauðar bakteríur og  ekki endilega merki  að ástandið sé að versna, mögulega hefur hljóðhimnan rofnað undan þrýstingi og þá lekur gröfturinn út.

Húfa breytir líklega litlu ef þú ert í hita en vindur og þrýstingur (mikil hæð t.d. flug og rússibani) geta aukið verki .

Stundum er sýkingin það slæm að 1 skammtur af lyfjum dugar ekki til og þá getur þú þurft annann skammt, stundum sterkari töflur eða aðra tegund.

Heyrðu í lækninum aftur og fáðu ráð hjá honum/henni með framhaldið

Gangi þér vel