Eyrnabólga

Þegar ég var barn var ég endalaust með eyrnabólgu og var á sýklalyfjum. Sýklalyfin virkuðu hins vegar ekki neitt en mamma vildi gera allt til þess að ég þyrfti ekki að fá rör í eyrun. Hún fór þá til grasalæknis sem ráðlagði henni að láta hvítlauk ofan í Jómfrúar ólívuolíu og láta liggja þannig yfir nótt. Svo var notaður dropateljari til að setja nokkra dropa af olíunni inn í eyrað (ekki hvítlaukinn sjálfann). Þetta svínvirkaði og ég man enþá eftir því hvernig verkurinn og þrýstinguinn hvarf bara alveg og eftir einhverja daga eða vikur var ég alveg laus við þetta.

Mín spurning er hvort þetta sé ekki alveg skaðlaus? Ég á nefnilega 1 árs strák, hann er sem betur fer ekki eyrnabarn en ef hann skildi fá í eyrun þá langar mig að nota þessa aðferð því hún virkaði svo vel fyrir mig.

 

Sæl.

 

Þetta ætti að vera skaðlaust en ef það hefur lekið úr eyrunum eins og þegar hljóðhimnan gefur sig, myndi ég ráðleggja þér frá því en þá er opin leið inn í miðeyra.

 

Kveðja