Eymsli í brjóstum

Hei og sæl, ég er með fyrirspurn svo er að ég verð stundum aum í brjóstinu eins og það sé að streyma mjólk í brjóstin, þessi óþægilega tilfinning og svo er ég að fá sára stingi í brjóstin, er ekki hætt á blæðingum er 46 ára held að ég sé ekki komin á breytingaskeiðið. En getur svona eitthvað lýst sér þegar maður er kominn á breytingarskeiðið eða á ég að láta líta á þetta bý úti á landi.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega fara til heimilislæknisins þíns og fá skoðun og mögulega blóðprufu til að athuga hormónabúskapinn hjá þér

Með bestu kveðju