Exem og frjókornaofnæmi

Er það nokkuð algengt að fá svakaleg útbrot með frjókornaofnæmi (birki, gras, fl.)?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Útbrot eru ekki mjög algeng með frjókornaofnæmi. Þú gætir hugsanlega hafa fengið bit t.d. starrafló ef þú hefur fengið útbrot og kláða eða um annars konar ofnæmi t.d. eitthvað sem þú hefur borðað. Ef útbrot hverfa ekki fljótlega,önnur einkenni koma fram t.d. frá öndunarvegi eða útbrot koma aftur fram skaltu leita til þíns heimilislæknis.

Gangi þér vel.