Exem í andliti

Ég var greindur með lupus rúmlega 20-ára gamall og fékk Plaganil 200 mg exemið/skellurnar hurfu á 2-3 árum, þessi lyf fóru illa í mig varð uppstökkur svo að ég hætti að taka þetta. Fór til Húðsjúkdómalæknis fyrir 5-6árum síðan, sem fullyrti að þetta væri ekki lupus, ég þrætti við hann vegna þess að plaganilið hafði unnið á þessu 30-árum áður. Þess vegna langar mér að vita er plaganil notað við öðrum sjúkdómum ? Mér finnst ég hafa einnkenni lupus, þ.e.a.s. ef mér verður kalt þá verð ég einsog spýtukarl og finn fyrir eymslum hér og þar í skrokknum, ég er 56-ára í dag.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Á fylgiseðli lyfsins Plaquenil kemur eftirfarandi fram:

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. Plaquenil inniheldur hýdroxýklórókín sem notað er til forvarnar og meðferðar á tilteknum gerðum malaríu. Plaquenil er einnig notað til meðferðar við tilteknum bólgusjúkdómum, svo sem iktsýki og rauðum úlfum (SLE), sem og stöku gerðum af húðútbrotum af völdum ljóss.

Samkvæmt þessu gæti lyfið virkað á húðútbrot án þess að um rauða úlfa sé að ræða. Ég mæli með því að þú heyrir í heimilislækni eða jafnvel gigtarsérfræðingi og mögulega geta þeir til dæmis gert svokölluð „gigtarpróf“ í blóðprufu ef þeim þykir ástæða til.

Eins og þú hefur eflaust lesið þér til um þá er oft snúið að greina þessa sjálfsofnæmissjúkdóma og þarf læknirinn gjarnan að safna saman í sögu einkennum og líðan viðkomandi áður en endanleg greining fæst.

Að lokum set ég hér tengil á vefsíðu gigtarfélagsins en þar er hægt að lesa ýmislegt fróðlegt og gagnlegt