Exem

Hvaða aukaverkanir hafa eftirfarandi krem: Hidrocisdin, Tisuderma og Cutiyate?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert að spyrja um lyf sem eru ekki seld á Íslandi, heldur hefur þú fengið þau á Spáni ef mér skjátlast ekki. Hidrocisdin inniheldur hydrokortison og virðist vera sambærilegt við Mildison og hér getur þú lesið um mögulegar aukaverkanir af því. Tisuderma inniheldur hydrokortison og neomycin og ég finn ekkert sambærilegt því í íslensku sérlyfjaskránni og Cutiyate finn ég engar upplýsingar um en ef þú átt við Cutivat þá er hér fylgiseðill með því lyfi og þar getur þú lesið um mögulegar aukaverkanir.

Með öllum lyfjum á að vera fylgiseðill og þar eru taldar upp þær aukaverkanir sem þekktar eru við notkun lyfsins. Það besta sem ég get ráðlagt þér er að skoða fylgiseðilinn vel og lesa um aukaverkanirnar þar.

Gangi þér vel