Estradot

Ég er 69 ára kona, og hef notað Estradot plástra í ca. 15-20 ár, vyrir skömmu las ég að eftir ca sjö ár ætti maður að hætta að nota plástrana, hvað er rétt í málinu.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það fer alveg eftir einkenum hjá hverjum og einum hversu lengi maður er á hormónameðferð. Það er ekki ráðlegt að hætta nema í samráði við lækni og því legg ég til að þú hafir samband við þinn lækni og fara yfir þetta með honum.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.