Erfitt með öndun

Sæl.

Hef undafarna viku átt erfitt með öndun og finn fyrir verkjum þegar ég dreg andann djúpt inn. Líka bara að labba upp stigaganginn eða hlaupa upp verð ég fljótt þreyttur og finnst eins og lungun séu að þéttast saman! Fæ líka stundum smá verki í hálsinn vinstrameginn.

Allt mjög skrýtið þar sem ég er alltaf í góðu formi æfi reglulega.

Væri gott að fá hjálp við þessu

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er nú ýmislegt sem getur verið að valda þessu og þar sem það kemur ekki fram hversu gamall þú ert þá ráðlegg ég þér að hafa samband við lækni og fá úr því skorið hvort um sé að ræða einkenni frá stoðkerfi,  lungum,  hjarta eða eitthvað allt annað.

Gangi þér vel