Erfitt með andardrátt ?

Ég hef átt mjög erfitt með andardrátt síðustu þrjá daga er 21 árs, á erfitt að anda djúpt það er eins og ég næ því bara ekki, Fór í apótekið og prufaði að kaupa mér ófnæmis lyf og vita hvort þetta væri það hvort ég væri komin með ófnæmi fyrir frjókornum eða einhverjum öðrum gróðri, Er með ófnæmi fyrir hörpuskel og kisu. En mér finnst það bara ekki virka. Er mjög dugleg að stunda líkamsrækt og allt og þetta er byrjað að trufla mig svoldið þar? hvað gæti þetta verið? á ég að fara til læknis og láta hlusta mig?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Andþyngsli geta stafað af ýmsu og þú ert nú þegar búin að geta þér til um nokkrar ástæður og reyna að bregðast við þeim. Fleiri möguleikar eru til dæmis millirifjagigt eða bólgur í vöðvum og sinafestingum í rifkassanum vegna álags. Þú gætir prufað að taka íbúfen og athuga hvort það slær á þetta ef þú heldur að það gæti verið. Annars skaltu endilega heyra í lækni og fá skoðun og mat á því hvað sé á ferðinni.

Gangi þér vel