Er vettvangur fyrir gjafaleg

Sæl verið þið! Ég er hætt að eiga börn. Og sá heimildarmynd um það að það sé hægt að græða leg í konur sem fæddust án þess. Er einhver vettvangur fyrir það hér á Íslandi? Og við hverja hef ég samband ef það er svo?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þessar aðgerðir eru enn á tilraunastigi og hafa verið gerðar í örfáum löndum í heiminum og Íslendingar hafa ekki verið þátttakendur í þeim  svo ég viti til. Kvensjúkdómalæknar ættu að geta svarað þér betur til um hvernig staðan er með þetta mál hér á landi.

Gangi þér vel