Er þetta Ristilkrampi ?

Góðan daginn

Ég hef miklar áhyggjur að því að það sé eitthvað vandamál með ristilinn hjá mér, ég finn mjög oft fyrir óþægindum neðarlega vinstra megin og það lýsir sér oftast sem einhverskonar þrýstingur eða krampi og ég finn fyrir þessu daglega, svo virðist vera að meltinginn hjá mér á mat sé miklu hægari en það var áður og endar stundum með niðurgangi en ekki alltaf en það kemur ekkert blóð með.
Ég hef líka fundið fyrir óþægindum í þindinni og það lýsir sér þannig að það er eins og það sé loftbóla hjá þindinni og það er mjög óþægilegt.

Tengist þetta ristilkrampa á einhvern hátt ? og er hægt að taka einhver lyf fyrir þessu, eins og t.d fyrir krampa ?

ég vonast til þess að það sé hægt að finna lausn á þessu.

 

Sæl/ll

Einkenni þín geta verið af margvíslegum toga. Ristilkrampar eru jafnan óþægindi sem koma og fara, geta verið tengd fæðu eða drykk en einnig álagi og fleiri undirliggjandi þáttum. Það fer svolítið eftir því á hvaða aldri þú ert hvað skyldi gera næst. Það er þó ljóst að það væri skynsamlegt að láta heimilislækni þinn skoða þig og meta hvort það er þörf á frekari inngripum eða meðferð. Þar getur komið til rannsókna eins og speglunar, myndgreiningar og blóðrannsókna. Í flestum tilvikum eru ristilkrampar ekki hættulegir heldur frekar óþægindi

Gangi þér vel