er séns að ég sé ólett?

ég er ný byrjuð að taka microgyn (er á 14 degi). ég tek alltaf pilluna kl: 12:00 á daginn, ég gleymdi að taka hana á 13 degi og stundaði kynlíf ekki með neinum öðrum getnaðavörnum(hann fékk það inní mig) daginn áður og morguninn eftir að ég gleymdi að taka pilluna og tók hana svo kl 13:00 á 15 degi. er eitthver séns á því að ég sé ólett?

 

Sæl.

Ef líða meira en 36 klst frá síðustu pillu er getnaðarvörnin ekki örugg lengur. Þar sem ekki leið svo langur tími hjá þér ættir þú að hafa sloppið með skrekkinn í þetta sinn en til að vera viss borgar sig að nota aðrar getnaðarvarnir næstu 7 daga á eftir,smokkinn, og taka þungunarpróf.

 

Gangi þér vel.