Er óhollt að sofa nálægt ljósleiðara?

Er óhollt að sofa við hliðiná ljósleiðarboxi, eða öðrum rafmagns hlutum t.d. router?

Bkv

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er spurning sem margir hafa reynt að svara en ekki tekist að sína fram á skaðsemi eða ekki með óyggjandi hætti. Líklega erum við misnæm fyrir rafbylgjum en þá ættum við líka að finna fyrir einkennum í návist annarra raftækja.

Almennt er ráðlegt að hafa sem minnst af rafmagnstækjum, tövum, símum og sjónvörpum í svefnherberginu, en þá er verið að horfa á truflandi áhrifa á gæði svefns sem fylgir notkun þeirra en ekki vegna rafbylgja.

Gangi þér vel.