Er óhætt að nota Levonova með barn á brjósti?

Spurning:

Er óhætt að nota Levonova hormónalykkju með barn á brjósti? Skilst levonorgestrel út í móðurmjólk?

Takk fyrir.

Svar:

Ekki er ráðlagt að nota getnaðarvarnir með hormónum sem fyrsta val hjá konum sem eru með börn á brjósti. Slíkt getur þó verið í lagi. Levónorgestrel hefur greinst í brjóstamjólk kvenna. Dagsskammtur og blóðþéttni levónorgestrels við notkun Levonova er lægri en eftir aðrar hormónagetnaðarvarnir.

Jón Pétur Einarsson,
lyfjafræðingur