er nikotintyggjo hættulegt ?

hæhæ eg er komin með sma fíkn i niggotintyggjo og hef 2 reynt að stoppa i þvi án árangurs verð bara hrikalega skapstor eftir sma tima hvað get eg gert til að na að hætta þessari svakalegu niggotintyggjo fikn getur það ekki eiðilagt magan á manni ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vil benda þér á nýlegt svar við fyrirspurn um hvaða áhrif langtímanotkun nikótín lyfja getur haft og grein um nikótínfíkn sem útskýrir fyrir þér hvers vegna þú varðst háð/ur nikótíninu með því að reykja. Ástæðan fyrir þeim einkennum sem þú finnur við að hætta að nota nikótíntyggjóið er því vegna fráhvarfseinkenna og það tekur tíma og kostar aga og þolinmæði að komast í gegnum það. Ef skapbrestir eru það einkenni sem þú finnur mest fyrir ráðlegg ég þér að velja vel tímann sem þú hættir með tyggjóið og undirbúa þig vel andlega. Þú skalt reyna að minnka öll áreiti í umhverfinu á meðan þú ert að aðlagast breytingunni og svo snýst þetta um að taka einn dag í einu og reyna að vinna með þau vandamál sem upp koma.

Þú skalt endilega lesa þér vel til á heimasíðunni reyklaus.is og leita þér aðstoðar hjá símaráðgjöfum hjá ráðgjöf í reykbindindi. Það er um að gera að nýta sér allan þann stuðning sem í boði er til að auka líkurnar á að vel gangi hjá þér og þú náir að losa þig við nikótínið til framtíðar.