Er hægt að þykkja húð með kremum?

Sæl

Húðin mín er farin að þynnast svolítið með aldrinum og sérstaklega á höndum og fótum. Ég hef verið að skoða efni á netinu og séð marga húðlækna mæla með kremum með heitunum Retin A, Retinol og Retinoid til að þykkja húðina.
Mynduð þið halda að þessi krem virki, eru einhverjir ókostir við þau og hvar er hægt að nálgast þau?

Takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ekki hefur verið að fullu sannað  að krem með retinoid hafi áhrif á hrukkur. Efnið er í misstórum skömmtum í kremum á almennum markaði og stekari krem fást einungis í gegnum lækni. Krem á almennum markaði innihalda yfirleitt lága skammta af virka efninu svo aukaverkanir eru fáar,helst að forðast sólarljós eða hita, Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við húðlækni eða lýtalæknis hvaða krem hentar þér best. Aðrar meðferðir við hrukkum eru hyalúrinsýrumeðferð,lasermeðferð,húðslípun og bótox.

Gangi þér vel.