Er gott fyrir líkamann að spila fótbolta berfóta innanhús?

Ég var að pæla hvort það er ekki slæmt að spila berfóta fótbolta. Sérstaklega innanhús. Þegar ég sjálfur spila smá innanhús fæ ég alltaf verki undir lappirnar og er alveg 1-2 daga að jafna mig. Er þetta holt?

 

Sæll

Íþróttaskór eru hannaðir með það í huga að veita fætinum stuðning,  dempa högg og draga úr álagi á fætur við íþróttaiðkun. Það er því alltaf betra að vera í skóm við íþróttir innanhúss. Ég mæli með því að þú fáir þér góða íþróttaskó og ef það verður til þess að þú losnar við verkinn í ilinni eftir að hafa stundað innanhússfótbolta þá færðu staðfest hvað þetta er.

Gangi þér vel